Hjá USA1 er markmið okkar að afhenda hágæða iðnaðarbúnað sem uppfyllir ströngustu kröfur um frammistöðu og áreiðanleika. Við erum staðráðin í að styðja viðskiptavini okkar með framúrskarandi þjónustu og vörur
Endilega hafðu samband og förum yfir málin
Open today | 13:00 – 20:00 |
Verðin hjá okkur eru í toppflokki vegna þess að við verslum mikið á erlendum uppboðum, þrotabúum og í miklu magni.
Þess vegna getum við boðið upp á verð sem hafa ekki sést áður á íslenskum markaði!
Athugið að uppboðsskilmálar gilda um allar seldar vörur frá USA1.
Það þýðir að USA1 tekur enga umboðs- eða almenna seljendaábyrgð á vörum sem seldar eru í gegnum USA1-sölukerfin.
Þetta er einnig ein af nokkrum ástæðum, að við getum boðið mjög góð verð.
Ein aðal ástæðan fyrir því að uppboðsskilmálar gilda um allar seldar vörur hjá USA1, er sú að við vitum ekki meira um vörurnar en okkur er sagt hverju sinni, þess vegna er gríðarlega mikilvægt að viðskiptavinir okkar skoði og jafnvel prófi vörurnar, þar sem það á við, áður en kaup eru endanlega staðfest.
Sama gildir um allar USA1 sölur eins og öll okkar innkaup; báðir aðilar fá það sem þeir sjá við kaup og borga fyrir, það sem við sjáum og borgum fyrir, er það sem við fáum .
Að sjálfsögðu mun USA1 eftir bestu getu starfsfólks, tilkynna, mynda og taka fram alla galla sem við sjáum, eða ef við teljum möguleiki á að vörurnar sem við erum að selja séu gallaðar.
Hins vegar geta okkur yfirsést gallar eða skemmdir á vörum sem við seljum.
Þess vegna ítrekum við skoðunarskyldu kaupanda!
Engin ábyrgð eða skilaréttur er á þeim vörum sem USA1 selur.
Við hjálpum við skoðanir og gerum okkar besta þegar viðskiptavinir okkar vilja prófa tæki og tól sem við seljum.